föstudagurinn 21. mars 2014
Þjóðlegu hljóðbækurnar
Þjóðlega hljóðbóka útgáfa Kómedíuleikhússins hefur heldur betur gengið vel. Nú þegar höfum við gefið út tólf Þjóðlegar hljóðbækur og á þessu ári bætast þrjár nýjar við í safnið. Útgáfan er einsog nafnið gefur til kynna helguð hinu þjóðlega sagnaarfi þjóðarinnar. Þjóðsögur og ævintýri sem eru algjörar perlur sem bara verði betri með hverju árinu. Fyrsta Þjóðlega hljóðbókin sem við gáfum út var Þjóðsögur úr Vesturbyggð. Síðan hafa ellefu Þjóðlegar hljóðbækur komið á markað. Meðal þeirra má nefna Bakkabræður og kímnisögur, Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og nú síðast Álfa-og jólasögur.
Þjóðlegu hljóðbækurnar fást í verslunum um land allt m.a. í Eymundsson. Einnig er hægt að panta Þjóðlegu hljóðbækurnar á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is
Þrjár nýjar Þjóðlegar hljóðbækur koma út á þessu ári. Í næsta mánuði kemur fyrsta hljóðbók okkar á ensku en það er Fairy- and Folktales. Úrval ævintýra og þjóðsagna í þýðingu Guðjóns Ólafssonar en lesari er Elfar Logi Hannesson. Í sumar sendum við frá okkur Þjóðsögur úr Eyjafirði og fyrir jól verða það Tröllasögur.
Vertu nú soldið þjóðlegur og náðu þér í Þjóðlega hljóðbók.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06