
sunnudagurinn 22. júlí 2018
Sumarfrí
Þar kom að því. Eftir sérlega annasamt og gott leikár tökum við sumarfrí. Meðan við hlöðum okkar listrænu rafhlöðu notum við tímann til að huxa og plana komandi leikár. Það er næsta víst að það verður sérlega kómískt.
Snúum aftur til leiks 14. ágúst með sýningu á Gísla Súrssyni fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Gaman er að geta þess að þetta er 326 sýning á verðlaunaleiknum vinsæla. Enn kómískara að geta þess að í þessari sömu viku miðs ágústmánaðar snýr annar Gísli aftur. Nefnilega Gísli á Uppsölum sem verður sýndur á Bláberjadögum í Súðavík.
Við hlökkum til að kynna nýtt leikár fyrir ykkur. Njótum stundar og tíðar, hvernig sem viðrar.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

