þriðjudagurinn 26. mars 2013
Súðavíkursamningur
Í dag var gleðidagur í herbúðum Kómedíuleikhússins. Við fórum til Súðavíkur og hittum þar fyrir sveitarstjórann sjálfan Ómar Má og páruðum undir verkefnasamning við Súðavíkurhrepp. Hér er á ferðinni geggjaður samningur fyrir báða aðila og næsta víst að báðir munu hagnast. Þessi verkefnasamningur Kómedíuleikhússins við Súðavíkurhrepp er fyrir yfirstandandi ár og felur í sér eftirtalin verkefni:
Ein leiksýning fyrir leik- og grunnskóla Súðavíkur.
Ein uppákoma í Melrakkasetrinu fyrir alla fjölskylduna.
Ein uppákoma á Bláberjadögum fyrir alla fjölskylduna.
Ein uppákoma á Miðaldahátíð í Heydal um er að ræða bókmenntadagskrá með leikrænu ívafi.
Samningur sem þessi skiptir miklu máli í rekstri og lífi Kómedíuleikhússins. Það er nú sjaldan verra að vera búinn að negla niður föst verkefni á viðkomandi ári og hvað þá fram í tímann.
Þess má geta að við sendum samskonar erindi um verkefnasamning á bæjar- og sveitarfélög á Íslandi. Súðavíkurhreppur var fyrstur til að svara og samþykkja. Tvö sveitarfélög eru í viðræðum við okkur. Eitt bæjarfélag sagði strax nei og nokkur hafa ekki svarað. Einsog lesa má hér eru spennandi tímar framundan og þið getið rétt ýmindað ykkur að menn bíða spenntir dag hvern við hina kómísku bréfalúgu. Skyldi eitthvað detta inn á morgun?
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06