■ri­judagurinn 2. j˙lÝá2013

SkrÝmsli ß lei­ Ý verslanir

SkrÝmslas÷gur fßst Ý verslunum um land allt
SkrÝmslas÷gur fßst Ý verslunum um land allt

Þá er tólfta hljóðbók okkar komin út og enn á ný leitum við í hinn magnaða þjóðsagnaarf okkar. Nú eru það skrímslin. Já, nú er komin út hljóðbókin Skrímslasögur sem inniheldur mangaðar sögur af skrímslum þjóðarinnar. Víst hafa skrímslin verið á meðal okkar allt frá örófi alda eða allavega strax frá landnámi þegar fyrst fréttist af einhverjum óvættum í sjó og vötnum á Íslandi. Alls eru sögurnar 31 á hljóðbókinni Skrímslasögur og eru þar m.a. sögur af hinum mögnuðu skrímslum Lagarfljótsorminum og Krosseyrarskrímslinu.

Skrímslasögur er hægt að panta á heimasíðu Kómedíuleikhússins komedia.is og það er frí heimsending hvert á land sem er. Einnig eru Skrímslasögur væntanlegar í Eymdundsson, Vestfirzku verzlunina sem og í verslanir um land allt. 

Skrímslasögur frábærar í ferðalagið.