þriðjudagurinn 2. júlí 2013
Skrímsli á leið í verslanir
Þá er tólfta hljóðbók okkar komin út og enn á ný leitum við í hinn magnaða þjóðsagnaarf okkar. Nú eru það skrímslin. Já, nú er komin út hljóðbókin Skrímslasögur sem inniheldur mangaðar sögur af skrímslum þjóðarinnar. Víst hafa skrímslin verið á meðal okkar allt frá örófi alda eða allavega strax frá landnámi þegar fyrst fréttist af einhverjum óvættum í sjó og vötnum á Íslandi. Alls eru sögurnar 31 á hljóðbókinni Skrímslasögur og eru þar m.a. sögur af hinum mögnuðu skrímslum Lagarfljótsorminum og Krosseyrarskrímslinu.
Skrímslasögur er hægt að panta á heimasíðu Kómedíuleikhússins komedia.is og það er frí heimsending hvert á land sem er. Einnig eru Skrímslasögur væntanlegar í Eymdundsson, Vestfirzku verzlunina sem og í verslanir um land allt.
Skrímslasögur frábærar í ferðalagið.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06