fimmtudagurinn 12. apríl 2012
Skáldið á Þröm hættir fyrir fullu húsi
Nýjasta leikverk Kómedíu Náströnd - Skáldið á Þröm hefur fengið fanta fínar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur 23. mars fyrir stútfullu Félagsheimli Súgfirðinga. Skemmst er að geta þess að fullt hús var á öllum sex sýningum verksins en aukasýningu var bætt við á Pásakadag og var sú sýning einnig uppseld. Það er því nokkuð kómískt að sýningum á leikverkinu Náströnd - Skáldið á Þröm sé lokið. En örvæntið ekki leikurinn verður settur upp að nýju á árinu. Næstu sýningar verða á hinni frábæru Sæluhelgi á Suðureyri í júlí og einnig hefur Kómedíunni verið boðið að sýna leikinn á hinni einstöku leiklistarhátíð Act alone. En gaman er að geta þess að Act alone verður einmitt haldin á Suðureyri nú í ár en þetta er níunda árið í röð sem hátíðin er haldin. Loks má geta þess að stefnt er að því að sýna Náströnd - Skáldið á Þröm á næsta Kómíska leikári. Kómedíuleikhúsið þakkar gestum kærlega fyrir frábærar viðtökur og hlökkum til að sjá ykkur aftur í leikhúsinu.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06