mánudagurinn 26. mars 2012
Skáldið á Þröm fékk fullt hús
Kómedíuleikhúsið frumsýndi nýtt íslenskt leikverk Náströnd - Skáldið á Þröm fyrir fullu Félagsheimili Súgfirðinga á föstudag. Leikurinn fékk fanta góðar viðtökur frumsýningargesta enda er hér um að ræða einstaka sögu alþýðulistamannsins Magnúsar Hj Magnússonar sem er betur þekktur undir heitinu Skáldið á Þröm. Leikurinn er byggður á dagbókum skáldsins og er allur texti leikverksins eftir Magnús. Náströnd - Skáldið á Þröm er sérstök afmælissýning Kómedíuleikhússins sem fagnar 15 ára afmæli sínu nú í ár og er leikhúsið með elstu starfandi einkarekinna leikhúsa í dag. Leikurinn er 28. frumsýning Kómedíuleikhússins.
Næstu sýningar á Náströnd - Skáldið á Þröm eru um helgina. Sýnt verður bæði á föstudag og laugardag kl.20 í Félagsheimilinu Suðureyri. Miðasala er þegar hafin í síma 891 7025
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06