miðvikudagurinn 1. ágúst 2012

Skáldið á Þröm á Act alone

Hin einstaka leiklistarhátíð Act alone verður haldin dagana 9. - 12. ágúst. Að þessu sinni verður hátíðin haldin á Suðureyri við Súgandafjörð en þetta er níunda árið sem Act alone er haldin. Kómedíuleikhúsið tekur þátt í fjörinu og sýnir hina rómuðu sýningu Náströnd - Skáldið á Þröm. Sýnt verður í Þurkveri á Suðureyi á opnunardegi Act alone fimmtudaginn 9. ágúst. Dagskrá Act alone í ár er sérlega vönuð og eineikin. Eitthvað fyrir alla og það er frítt inná alla viðburði hátíðarinnar, sem er nú bara einleikið. Meðal þeirra sem koma fram á Act alone 2012 má nefna Árna Pétur Guðjónsson með leikinn Svikarinn, Steinunn Ketilsdóttir sýnir Grímuverðlaunasýninguna Superhero og Valgeir Guðjónsson verður með einstaka tónleika. Allar upplýsingar um Act alone eru á heimasíðu hátíðarinnar á slóðinni

 

www.actalone.net