mánudagurinn 2. maí 2016
Sjeikspír á Ísafirði og Suðureyri
Kómedíuleikhúsið heldur áfram með sýningar á nýjasta króanum Daðrað við Sjeikspír. Liðna helgi voru þrjár sýningar á þremur stöðum á Vestfjörðum við þessar fínu viðtökur. Nú er röðin komin að Ísafirði og Suðureyri. Daðrað við Sjeikspír verður sýnt í Edinborgarhúsinu Ísafirði á miðvikudag 4. maí kl.20. Kveldið eftir verður skundað í einleikjaþorpið Suðureyri hvar sýnt verður á kaffihúsi Fisherman og hefst sú sýning einnig kl.20. Miðaverð á sýninguna er 3.500.-, miðasölusími er 891 7025 en einnig er hægt að kaupa miða á sýningardegi á viðkomandi stað.
Daðrað við Sjeikspír er leiksýning að hætti kaffileikhúsa. Þannig að gestir sitja við borð og margir hafa kosið að hafa eitthvað til að styrkja sér á meðan á sýningu stendur. Ku það auka mjög á skemmtanina. Daðrað við Sjeikspír er sett á svið af Kómedíluleikhúsinu í tilefni þess að í ár eru 400 ár frá því leikskáldið William Shakespeare hélt á önnur svið. Sýningin er blanda af sagnaþáttum um ævi skáldsins og inná milli eru flutt brot úr fjórum af hans allra bestu verkum. Um er að ræða leikina Rómeó og Júlía, Hamlet, Ótelló og hinum blóðidrifna Makbeð. Leikirnir eiga það eitt sameiginlegt að vestfirska skáldið og sérann Matthías Jochumsson snara þeim yfir á vort ylhýra.
Leikarar eru þau Elfar Logi Hannesson og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Búninga gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir og Víkingur Kristjánsson leikstýrir.
Daðrað við Sjeikspír er 39 verkefni Kómedíuleikhússins.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06