þriðjudagurinn 13. maí 2014
Sigvaldastund í Selinu Bíldudal
Kómedíuleikhúsið er enn í Vesturbyggð enda er þar gott að vera. Í síðustu viku sýndum við Fjalla-Eyvind tvívegis. Fyrst í grunnskóla Patreksfjarðar og síðan í Baldurshaga á Bíldudal. Einnig var ein sýning á ævintýraleiknum Búkolla á leikskólanum Arakletti Patreksfirði. Á morgun, miðvikudag, verður Kómedíuleikhúsið með sérstaka Sigvaldastund í Selinu á Bíldudal. Þar mun Elfar Logi Hannesson, leikhússtjóri vor, flytja erindi um ár tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns fyrir vestan. Fyrst frá dvöl hans á Ármúla í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tók einmitt um nafnið Kaldalóns. Sjálfur sagði hann að dvölin í Djúpinu hafi verið stórkostleg bæði í lífi hans og ekki síður í músíkinni en hann samdi um 100 lög á þeim 11 árum sem hann dvaldi í Ármúla. Nokkru síðar varð hann læknir í Flatey á Breiðafirði. Þar var dagsstarfið ekki síður drjúgt því þar urðu til hátt í 60 söngperlur hans. Sýningin á Sigvalda er liður í samningi sem Kómedíuleikhúsið gerði við Vesturbyggð í fyrra. Þegar hafa verið sýndar sýningar í skólum og nú er komið að heldri borgurum.
Sigvaldastundin verður einsog áður sagði á morgun, þriðjudag, og hefst kl.14.30. Aðgangur er ókeypis.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06