miðvikudagurinn 12. febrúar 2014
Samningur við Ísafjarðarbæ endurnýjaður
Í dag var mikill gleðidagur í sögu hins kómíska leikhús. Endurnýjaður var tvíhliðasamningur Kómedíuleikhússins við Ísafjarðarbæ. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar uppá eina milljón sex hundruð og áttatíu þúsund á ári. Árlega mun Kómedíuleikhúsið vinna ýmis verkefni fyrir Ísafjarðarbæ. Má þar nefna leiksýningu fyrir alla grunn og leikskóla bæjarins, standa fyrir ókeypis leiklistarnámskeiði á Veturnóttum, fjórir húslestrar árlega á Bókasafni Ísafjarðar og leikatriði á 17. júní hátíðarhöldum bæjarins.
Samningur sem þessi skiptir gífurlega miklu máli í rekstri Kómedíuleikhússins. Við viljum þakka mikið vel fyrir það traust og skilning sem Kómedíuleikhúsið hefur fengið hjá Ísafjarðarbæ í gegnum árin.
Áængjulegt var einnig að á sama tíma gerði Ísafjarðarbær samning við Litla leikklúbbinn á Ísafirði sem var undirritaður á sama tíma. Kómedíuleikhúsið óskar þeim til hamingju. Þetta er án efa einn besti dagur í sögu leikhúslífs Ísafjarðarbæjar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06