miðvikudagurinn 22. október 2014
Ókeypis leiklistarnámskeið
Á morgun, fimmtudag, verður ókeypis leiklistarnámskeið á Vestfjörðum. Námskeiðið er fyrir 8. - 12. ára og verður haldið í Tónlistarskólanum á Ísafirði og hefst kl.15. Það eru Kómedíuleikhúsið og Ísafjarðarbær sem bjóða uppá námskeiðið en það er einmitt liður í árlegri hátið í bænum er nefnist Veturnætur og hefst einmitt á fimmtudag.
Kennari á námskeiðinu er Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Hann hefur kennt leiklist í tvo áratugi um land allt. Gaman er að geta þess að Kómedíuleikhúsið er einmitt að fjármagna kennslubók í leiklist eftir Kómedíuleikarann. Fjármögnunin fer fram á karolinafund.com og þegar þetta er ritað vantar aðeins 41 prósent í að bókin fái frjámögnun. Það er því við hæfi að benda áhugasömum fjárfestum á að kikka á bókina Leikræn tjáning þarna fá allir fjárfestar eitthvað fyrr sinn snúð. Allt fer þetta eftir hve mikla peninga þú setur í verkefnið hve mikið þú færð fyrir peninginn. Ef þú fjárfestir fyrir 3.000.- kr færðu áritað eintak af bókinni Leikræn tjáning. Þú getur líka haft töluna hærri. Fyrir 15.400.- krónur færðu átta árituð eintök af bókinni og fyrir 76.800.- króna fjármögnun í dæminu færðu heilt leiklistarnámskeið og 10 eintök af Leikræn tjáning.
Ókeypis leiklistarnámskeiðið verður fimmtudaginn 23. október kl.15 til 16 fyrir krakka á aldrinum 8. - 12. ára. Námskeiðið fer fram í Tónlistarskólanum á Ísafirði, gengið inn fyrir aftan Harma í portinu.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06