sunnudagurinn 15. mars 2020
Ný leiksögubók Leiklist og list á Þingeyri
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja vestfirska leiksögubók, Leiklist og list á Þingeyri. Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, leikari, en hann ritaði einmitt Leiklist á Bíldudal sem við gáfum út 2015. Bókin fæst nú á sérstöku hátíðarverði hjá okkur á litlar 2.900.- krónur. Pantanir berist á netfangið komedia@komedia.is
Í þessari nýju leiklistar og listabók rekur Ellfar Logi Hannesson á fróðlegan og ferskan hátt hina einstöku leiklistar- og listasögu Þingeyrar. Fer reyndar víðar því allur Dýrafjörðurinn er undir enda falla vötn öll þangað hvort heldur það er í listinni eða lífinu. Leiklistarsagan er sögð allt frá landnámi Dýrafjarðar til nútímans. Víða er leitað fanga í listasögu svæðisins enda stendur listin á gömlum merg á öllum sviðum listanna.
Elfar Logi hefur áður ritað leiklistarsögu Bíldudals enda hefur hann að markmiði að skrá leiklistarsögu allra þorpa og bæja á Vestfjörðum. Í þessu riti bætir hann um betur með því að rekja einnig listasögu Þingeyrar. Leiklist og list á Þingeyri er önnur bókin í þessari vestfirsku leiklistarbókaröð Kómedíuleikhússins.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06