mánudagurinn 21. maí 2012
Ný kómedía væntanleg
Við erum kominn á fullt í undirbúning að næstu kómedíu sem verður fjórða frumsýning leikársins og jafnframt sú síðasta. Enn sækjum við í hinn gjöfula vestfirska sagnaarf. Við höfum verið á ævintýralegum og alþýðlegum nótum þetta leikárið. Næsta leikverk er sótt í sama grunn nefnilega ævintýralegi alþýðulistamaðurinn Samúel Jónsson í Selárdal. Einnig þekktur undir gælunafninu Listamaðurinn með barnshjartað og mun leikverkið einmitt heita það. Samúel var sannarlega ævintýralegur alþýðulistamaður hann byggði fjöldan allan af steypulistaverkum ljónagosbrunn, Leif heppna, strák að gefa sækýr að éta einsog ekkert sé eðlilegra. Hann málaði og tálgaði listaverk allt lék í höndum hans. Þekktasta verk hans er án efa kirkjan sem enn stendur í Selárdal. En sagan á bakvið þá bygginu er ævintýri útaf fyrir sig. Höfundur og leikari sýningarinnar er Elfar Logi Hannesson en Marsibil G. Kristjánsdóttir leikstýrir.
Listamaðurinn með barnshjartað verður frumsýnt á sérstakri Sambahátíð sem verður haldin í Selárdal í Arnarfirði laugardaginn 7. júlí.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06