mánudagurinn 30. apríl 2012
Ný kómedía frumsýnd 1. maí
Nýtt alvestfirskt verkalýðsleikrit verður frumsýnt 1. maí á Ísafirði. Leikurinn heitir Í vinnufötum og slitnum skóm og segir bernskusögu verkalýðsfélaga á Vestfjörðum og er sérsaklega saminn fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Verkið er byggt á bók Sigurðar Péturssonar Vindur í seglum þar sem fjallað er um verkalýðssöguna vestfirsku frá 1870 - 1930. Höfundur leikgerðar og leikari er Elfar Logi Hannesson.
Í vinnufötum og slitnum skóm verður sýnt tvívegis á baráttudegi verkalýðssins fyrir vesta. Frumsýningin verður í Edinborgarhúsinu kl.14.40 og önnur sýning verður síðan í Félagsheimilinu á Suðureyri kl.16. Fleiri sýningar á Vestfjörðum eru fyrirhugaðar á næstunni.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06