mánudagurinn 18. febrúar 2013
Miðasala á Sigvalda Kaldalóns er hafin
Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt leikverk Sigvaldi Kaldalóns í Hömrum á Ísafirði núna á föstudag kl.20. Önnur sýning verður á sunnudag sem er Konudagur og hefst sú sýning einnig kl.20. Aðeins verða þessar tvær sýningar í Hömrum og rétt er að geta þess að sætin eru ekki mörg. Enda hefur Hömrum verið umbyllt fyrir Sigvalda og fer sýningin fram á gólfinu en ekki uppá senunni sjálfri.
Miðasala á báðar sýningarnar á Sigvalda Kaldalóns er hafin í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Miðaverð er aðeins 2.900.- kr og að sjálfsögðu er posi á staðnum. Kómedíuleikhúsið hefur farið í samstarf við hið vinsæla stað Húsið á Ísafirði. Saman bjóðum við uppá einstaka veislu í mat og menningu. Tveggja rétta að hætti Hússins og leiksýning á aðeins 5.800.- kr. Miðasölusími Kómedíuleikhúsins er 891 7025.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06