mánudagurinn 9. apríl 2018
Lokasýningar á Gísla á Uppsölum
Leikæntýri Gísla á Uppsölum hefur sannlega verið sögulegt. Fáa óraði fyrir því að leikurinn yrði svo víðförull yrði ekki bara sýndur í Þjóðleikhúsinu heldur og um land allt. En sú var og raunin en nú fer sýningum á Gísla á Uppsölum loks að ljúka. Lokasýningar verða núna í apríl hvar leikurinn verður sýndur á fimm stöðum á jafnmörgum stöðum.
Á helginni heldur Gísli í annan gang austur á land. Leikurinn hefst á föstudag í Egilsbúð á Neskaupstað. Daginn eftir verður Gísi mættur í Valhöll á Eskifirði. Sunnudaginn 22. apríl verður Gísli sýndur í afmælisveislu ónefnds rakara í Reykjavíkurborg. Allra síðasta sýning verður síðan 26. apríl í Versölum í Þorlákshöfn og verður það jafnframt 82 sýning á einleiknum Gísli á Uppsölum.
Kómedíuleikhúsið vill nota tækifærið og þakka þeim nokkur þúsund áhorfenda sem hafa komið á sýningu okkar um Gísla á Uppsölum.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06