
mánudagurinn 23. apríl 2018
Lokasýning á Gísla á Uppsölum
Þá er bara komið að því. Lokasýning á hinum vinsæla leikverki Gísli á Uppsölum verður núna í vikunni. Gísli hefur nú verið sýndur um land allt og kannski táknrænt að sýningin verði í Þorlákshöfn. Þangað fór nú söguhetjan aldrei. En betra seint en ekki. Lokasýningin á Gísla á Uppsölum verður semsagt í Versölum í Þorlákshöfn á fimmtudag 26. apríl og hefst kl.20.00.
Verður þetta 83 sýning á leiknum sem gerir hana að þeirri næst sýningarmestu í sögu Kómedíuleikhússins. Annar Gísli þessi súri á metið með 320 sýningar og er hvergi nærri hættur. Við í Kómedíuleikhúsinu erum skýjum ofar með þær viðtökur sem landsmenn hafa sýnt okkar Gísla á Uppsölum. Ykkar orð eru okkar bestu laun. Gangi ykkur allt að sólu.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

