mánudagurinn 24. júní 2019
Listamaðurinn frumsýndur í dag í Selárdal
Einsog listamaðurinn orðaði það í úttvarpsauglýsingu: Listsýning í Selárdal, til sýnis verða ljón og önnur sjávardýr, 50 aurar inn.
Já, það er runninn upp brakandi ferskur frumsýningardagur hér við ysta haf, í Selárdal Arnarfirði. Klukkan 16.00 í dag verður leikverkið Listamaðurinn með barnshjartað frumsýnt í kirkju listamannsins hér í Selárdal. Nú þegar hafa fjölmargir bókað miða á sýninguna en kirkja Samúels er einsog félagsheimilið í Með allt á hreinu stærri að innan en utan og því ávallt pláss. Miðasala fer fram á tix.is og einnig á sýningarstað.
Þetta er aðeins upphafið af ævintýrinu því Listamaðurinn með barnshjartað verður sýndur alla þessa viku að laugardegi undanskilum kl.16.00.
Sýningar verða sem hér segir:
Mán 24. júní kl.16.00
Þri. 25. júní kl.16.00
Mið. 26. júní kl.16.00
Fim. 27. júní kl.16.00
Fös. 28. júní kl.16.00 NÆST SÍÐASTA SÝNING
Sun. 30. júní kl.16.00 LOKASÝNING
Miðasala á tix.is og á sýningarstað.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06