fimmtudagurinn 10. janúar 2013
Leikrit um Sigvalda Kaldalóns
Undirbúningur fyrir fyrstu frumsýningu ársins er nú í fullum gangi í Kómedíuleikhúsinu. Enn á ný frumflytur Kómedían nýtt íslenskt leikrit en einsog kom fram í annál leikhússins bendir allt til þess að Kómedían sé duglegust allra atvinnuleikhúsa landsins að frumsýna ný íslensk leikverk. Leikritið sem um ræðir heitir einfaldlega Sigvaldi Kaldalóns.Höfundur og aðalleikari er Elfar Logi Hanneson. Með honum á sviðinu er tónlistarkonan Dagný Arnalds sem mun flytja helstu perlur Kaldalóns á sinn einstaka máta. Leikritið Sigvaldi Kaldalóns verður frumsýnt í lok febrúar í Hömrum á Ísafirði.
Í þessu fyrsta verki um vinsælasta tónskáld þjóðarinnar er fjallað um ár Sigvalda í Ármúla í Djúpi. Í þessu afskekksta læknishéraði landsins starfaði hann í áratug og víst var lífið þar ekki einsog í einhverjum einföldum söngleik. Þrátt fyrir marga erfiðleika þá blómstraði listamaðurinn í lækninum og hann samdi um 100 lög á þessum tíma. Of langt mál er að nefna þau öll en nægir að nefna perlurnar Ég lít í anda liðna tíð, Sofðu góði sofðu, Þú eina hjartans yndið mitt og Svanurinn minn syngur. Öll þess lög og miklu fleiri verða í leikritið Sigvaldi Kaldalóns sem verður einsog áður sagði frumsýnt á Ísafirði í lok febrúar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06