þriðjudagurinn 30. ágúst 2016

Leikrit um Gísla á Uppsölum

Elfar Logi mun leika Gísla á Uppsölum
Elfar Logi mun leika Gísla á Uppsölum

Æfingar standa nú yfir á nýju leikriti um Gísla á Uppsölum. Hér er á ferð einstök saga um þekktasta einbúa þjóðarinnar. Sem undi samt sem áður sáttur við sitt á sama stað allt sitt líf, á Uppsölum í Selárdal Arnarfirði. Höfundar leikverksins um Gísla á Uppsölum eru arnfirsku leikhússtrákarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar Logi leikur Gísla og Þröstur Leó leikstýrir. Höfundur tónlistar er hinn einstaki listamaður Svavar Knútur.

Þetta er að mörgu leiti söguleg uppfærsla því Gísi á Uppsölum er 40 leikverkið sem Kómedíuleikhúsið frumsýnir. Gaman er að geta þess að öll verkin utan eins eru íslensk. Það er því óhætt að segja að Kómedíuleikhúsið hafi verið nokk duglegt við að efla íslenska leikritun hér á landi. Kannski er bara um Íslandsmet að ræða?

Leikritið um Gísla á Uppsölum verður frumsýnt á söguslóðum í Selárdal laugardaginn 24. september kl.14.00. Sýnt verður í hinni dásamlegu Selárdalskirkju. 

Miðasala hefst mánudaginn 19. september og fer eingöngu fram á netinu. Rétt er að taka fram að aeins eru 50 sæti í Selárdalskirkju.