Fastir liðir einsog venjulega - skilaboð frá Menningarráðuneyti
Fastir liðir einsog venjulega - skilaboð frá Menningarráðuneyti

Í dag var stór dagur í listalífi þjóðar. Reyndar árlegur. Dagurinn sem tilkynnt er um listamannalaun og um leið hvaða leikhópar fá styrki til uppsetningar á leikverki. Það er Leiklistarráð sem ákveður hverjri fá styrki í leiklistardeildinni. Árið 2002 fékk Kómedíuleikhúsið styrk frá þessu umdeilda Leiklistrarráði. Síðan ekki söguna meir. Nei, árlega höfum við fengið sama svarið, Því miður. Nú hefur Íslandsmet verið slegið í því miður svörum Leiklistarráðs því í dag fengum við enn eitt því miður svarið. Geta skal þess að Kómedíuleikhúsið er með elstu sjálfstætt starfandi leikhópum á landinu. Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum. Kómedíuleikhúsið hefur á innan við 20 árum sett á svið 43 leikverk. Aðeins eitt þeirra hefur hlotið náð hjá Leiklistarráði. Eitt. 

Nú er eðlilegt að þú lesandi góður spyrjir þig sömu spurningar og við. Af hverju? Fyrsta sem okkur dettur í hug er að verk okkar séu ekki nógu góð. Þau eru greinilega einhver hrákasmíði gerð af einhverju listapakki á Vestfjörðum. Annað hefur og hvarlað að okkur að við séum bara ekki nógu merkilegur pappír fyrir leiklistarsenuna. 

Við lítum á þetta sem mjög stóran áfellisdóm yfir okkar stafi sem atvinnuleikhús á landsbyggð í nærri tvo áratugi. Sárast er að fá þennan harða dóm frá sjálfu Menningarráðuneytinu. Skilaboðin eru því frá þeim bæ eru að loka bara sjoppunni. 

 

Við verðum auðvitað að huxa okkar gang þegar við fáum svo harkalegan dóm frá Menningarráðuneytinu sem vill greinilega að leikhúsinu verði lokað á Vestfjörðum strax. 

 

Við ætlum að huxa málið yfir helgina.

 

Við höfum frá upphafi haft gott bakland heima í héraði og erum því sérlega þakklát.