mánudagurinn 30. nóvember 2015

Leiklist á Bíldudal að seljast upp

Bók Elfars Loga Hannessonar Leiklist á Bíldudal hefur fengið fanta fínar viðtökur. Nú er bara svo komið að við eigum aðeins örfá eintök eftir hjá okkur. Þetta er sannarlega ánægjulegt enda má segja að hér sé alveg einstök saga sögð. Það er með ólíkindum hve Bílddælingar hafa alltaf verið að leika sér. Þar er lífið sannarlega leikur einsog lesa má í Leiklist á Bíldudal. Þar eru fyrst settar upp leiksýningar árið 1894 og svo nánast árlega allar götur síðan. Bara um daginn stóð hátt í 20 prósent íbúa á sviði í hinu sívinsæla leikriti Dýrin í Hálskaskógi. Þar mátti sjá heilu ættirnar og fjölskyldurnar fara á kostum.

Hægt er að panta Leiklist á Bíldudal hjá okkur en ítrekum að það eru aðeins örfá eintök eftir í húsi. Sendið okkur einfaldlega tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is

 

Leiklist á Bíldudal fæst einnig í verslunum um land allt. Má þar nefna verslanir Eymundsson og Hagkaups. Mál og menning og Heimkaup eru einnig með gripinn í sölu.

 

Lífið er leikur og við skulum bara njóta þess.