miðvikudagurinn 16. apríl 2014
Leikhúspáskar á Ísó
Það verður geggjað stuð og stemmari á Ísó alla páskana. Ekki bara skíði heldur og mun menningarlífið iða alla páskadagana. Kómedíuleikhúsið tekur að sjálfsögðu þátt í fjörinu. Við munum vera með tvær sýningar á fjölunum. Á Föstudaginn langa verður hinn vinsæli gamanleikur Fjalla-Eyvindur sýndur í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Sýningin hefst kl.20. Á laugardag verða tvær sýningar á nýjasta leikriti okkar Halla. Sýnt verður í Safnahúsinu á Ísafirði. Fyrri sýningin verður kl.16.30 og sú seinni klukkutíma síðar eða kl.17.30. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin á allar sýningar í síma: 891 7025.
Gaman er að geta þess að fleiri sýningar verða á fjölunum í Ísafjarðarbæ um páskana. Leikdeild Höfrungs sýnir Línu Langsokk á Skírdag og Föstudaginn langa. Litli leikklúbburinn sýnir Þið munið hann Jörund og Leikfélag Flateyrar sýnir farsann Allir á svið. Síðast en ekki síst verður hin frábæra rokkhátíð Aldrei fór ég suður haldin á Ísafirði. Það er sannarlega ástæða til að vera í Ísafjarðarbæ þessa páska. Hlökkum til að sjá ykkur öll í menningarbænum.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06