
þriðjudagurinn 14. október 2014
Leikferð um Norðurland
Það er líf og fjör í Kómedíuleikhúsinu á nýbyrjuðu leikári. Þegar höfum við farið í leikferð með barnaleikritið Höllu bæði Vestur, Norður og Austur. Leikárið okkar kom út um daginn í glæsilegum bæklingi og núna í nóvember hefjast æfingar á Gretti. En næst á dagskránni er leikferð um Norðurland.
Kómedíuleikhúsið sendir nú á flakka þrjá af sínum vinsælustu leikjum Gísla Súrsson, Fjalla-Eyvind og Búkollu. Sýnt verður í skólum og allsstaðar þar sem fólk kemur saman vikuna 27. - 31. október. Erum þegar byrjuð að bóka sýningar þannig lítur bæði fimmtudagurinn 30. og föstudagurinn 31. október mjög vel út.
Svo nú er bara að panta sýningu fyrir hópinn þinn í síma: 860 6062 og leiksýningin er þín. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang Kómedíuleikhússins komedia@komedia.is Hlökkum til að heyra í ykkur.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

