föstudagurinn 30. ágúst 2013
Leikárið kynnt bráðum
Það haustar í leikhúsinu einsog um land allt. Haustið markar ávallt nýtt upphaf í leikhúsinu eru í raun okkar áramót. Við erum einmitt að undirbúa komandi leikár sem sannarlega verður sögulegt og spennandi. Ljóst er að tvö ný íslensk leikverk verða frumsýnd á nýju leikári. Að vanda er efnið sótt í hinn gjöfula vestfirska sagnaarf einsog öll fyrri verk okkar. Fjórir kómískir kunningjar verða áfram á fjölunum og er það sannarlega ánægjulegt þegar verkin njóta svo mikilla vinsælda.
Það verður svo um miðjan september sem leikárið 2013 - 2014 verður kynnt. Fylgist því vel með.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06