■ri­judagurinn 4. septemberá2012

Leikßri­ kynnt ß morgun

Listama­urinn me­ barnshjarta­ var frumsřndur ß sÝ­asta leikßri, Štli vestfirskir listamenn komi vi­ s÷gu ß komandi KˇmedÝußri
Listama­urinn me­ barnshjarta­ var frumsřndur ß sÝ­asta leikßri, Štli vestfirskir listamenn komi vi­ s÷gu ß komandi KˇmedÝußri

Lokaundirbúningur fyrir leikárið 2012 - 2013 stendur nú yfir. Kómedíuleikárið verður sannarlega ævintýralegt með listrænu ívafi. Fimmtudaginn 13. september mun leikárið koma innum lúguna á öllum heimilum Vestfjarða. En leikárið er nú kynnt í Vestfirsku dagskránni sem kemur einmitt út vikulega hér vestra á fimmtudögum. Þó gaman væri að segja eitthvað um sýningar leikársins þá ætlum við að bíða með það þangað til á fimmtudag í næstu viku.

Sérstök kynning á leikári Kómedíuleikhússins 2012 - 2013 verður síðan laugardaginn 15. september kl.15.05 í Listakaupstað á Ísafirði. Sama dag er haldin Flóamarkaður í kaupstað listanna og því um að gera að bregða sér í kaupstað laugardaginn 15. september.