þriðjudagurinn 4. september 2012
Leikárið kynnt á morgun
Lokaundirbúningur fyrir leikárið 2012 - 2013 stendur nú yfir. Kómedíuleikárið verður sannarlega ævintýralegt með listrænu ívafi. Fimmtudaginn 13. september mun leikárið koma innum lúguna á öllum heimilum Vestfjarða. En leikárið er nú kynnt í Vestfirsku dagskránni sem kemur einmitt út vikulega hér vestra á fimmtudögum. Þó gaman væri að segja eitthvað um sýningar leikársins þá ætlum við að bíða með það þangað til á fimmtudag í næstu viku.
Sérstök kynning á leikári Kómedíuleikhússins 2012 - 2013 verður síðan laugardaginn 15. september kl.15.05 í Listakaupstað á Ísafirði. Sama dag er haldin Flóamarkaður í kaupstað listanna og því um að gera að bregða sér í kaupstað laugardaginn 15. september.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06