
mánudagurinn 13. ágúst 2018
Leikárið hefst með Gíslastöku
Á morgun, 14. ágúst, lýkur okkar dásamlega sumarfríi. Fátt er betra en að hefja nýtt leikár með Gíslastöku. Já, góðkunningjar okkar hefja leikárið þeir Gíslar Súrsson og þessi frá Uppsölum. Þriðjudaginn 14. ágúst sýnum við Gísla Súrsson fyrir hóp af erlendum háskólanemum. Sýnt verður á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði og er þetta 326. sýning á þessum sívinsæla leik. Á föstudag tekur svo hinn Gíslinn við.
Á helginni fer fram hin árlega Bláberjahátíð í Súðavík. Margt verður þar á dagskrá að vanda og m.a. verður leikur okkar Gísli á Uppsölum sýndur á föstudagskveld 17. ágúst.
Það má því sannlega segja að leikárið hefjist með Gíslastöku en margt annað verður í boði á komandi leikári og munum við kynna leikárið allt fljótlega.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

