mánudagurinn 21. apríl 2014

Kómísk vika framundan

Barnaleikritið Halla verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu á helginni
Barnaleikritið Halla verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu á helginni

Það verður mikið um að vera í Kómedíuleikhúsinu í nýbyrjaðri viku eftir páska. Fjórar sýningar verða sýndar og það á þremur stöðum. Fyrsta sýning verður á Sumardaginn fyrsta 24. apríl kl.20.30. Þá verður gamanleikurinn Fjalla-Eyvindur sýndur í Félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ. Daginn eftir verður verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur í Hömrum á Ísafirði. Á helginni verður svo skundað alla leið í Hafnarfjörð. Nánar tiltekið í Gaflaraleikhúsið. Þar verður nýjasta leikrit Kómedíuleikhússins Halla á fjölunum. Sýnt verður bæði á laugardag 26. apríl og sunnudag 27. apríl. Báðar sýningar hefjast kl.13. Miðasala er þegar hafin á midi.is. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Gaflaraleikhússins 565 5900.