föstudagurinn 10. janúar 2014

Kómedíuleikhúsið tilnefnt til Eyrarrósarinnar

Kómedíuleikhúsið hefur frumsýnt um 40 leikverk sem öll tengjast vestfirskri sögu og menningu.
Kómedíuleikhúsið hefur frumsýnt um 40 leikverk sem öll tengjast vestfirskri sögu og menningu.

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að Kómedíuleikhúsið er tilnefnt til hinna flottu Eyrarrósar verðlauna. Þessi verðlaun sem nú verða afhent í tíunda sinn eru veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefna á landsbyggðinni. Kómedíuleikhúsið er alveg í skýjunum með þessa miklu viðurkenningu. Alls eru tíu verkefni tilnefnd sem er við hæfi á tíu ára afmæli verðlaunanna. Þann 23. janúar verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta viðurkenningu og í febrúar verður svo sjálf Eyrarrósin afhent. 

Þessi tilnefning til Eyarrósarinnar er mikil viðurkenning fyrir okkur í Kómedíuleikhúsinu. Leikhúsið hefur starfað í 16 ár og á þeim tíma hefur það sett upp um 40 leikverk. Verkin eru nokkuð einstök því öll byggja þau á vestfirskri sögu og menningu. Kómedíuleikhúsið er einnig fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum. 

Það er glæsilegur listi tilnefndra til Eyrarrós og mikill heiður að fá að vera á meðal allra þessara frábæru menningarverkefna á landsbyggðinni. Sem sýnir um leið hve glæst menningarlífið er á landsbyggðinni. 

Þessir eru tilnefndir til Eyarrósarinnar í ár:

 

Kómedíuleikhúsið

Skrímslasetrið

Áhöfnin á Húna 

Verksmiðjan Hjalteyri

Hamondhátíðin á Djúpavogi

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri

Tækniminjasafn Austurlands

Reitir á Siglufirði

Listasetrið Bær í Skagafirði

Þjóðahátíð Vesturlands

 

Til hamingju öll og megi ykkur ganga sem allra best.