mánudagurinn 14. janúar 2019
Kómedian heldur áfram
Þrátt fyrir allt er lífið kómedía. Við höfum átt þær margar í Kómedíuleikhúsinu allt frá því leikhúsið var stofnað 1997. Víst eru brekkurnar margar og einbreiðu brýrnar enn fleiri hvað þá á okkar Vestfjörðum. En við erum vestfirsk og þar er þrjóska í flestum æðum. Við höfum þvi, eftir helgar umhugxun, ákveðið að halda áfram að reka atvinnuleikhús á Vestfjörðum. Ef eitthvað ætlum við að tryggja stoðirnar miklu frekar í okkar héraði sem og um landsbyggð alla. Enda erum við ekki aðeins atvinnuleikhús Vestfjarða heldur lítum á okkur sem leikhús landsbyggðarinnar allrar. Við höfum ekki töluna á því hver marga hringi við höfum farið í kringum landið með sýningar okkar en það er næsta víst að landhringferðirnar verða fleiri.
Við erum núna aðeins að endurstylla okkur og finna leiðir til að starfa áfram með sama krafti og við höfum gert. Það tekur einhvern tíma enda erum við vön því að hinir góðu hlutir gerast hægt.
Það er margt í okkar leikhúspípum núna. Við byrjuðum nýverið að sýna verðlaunaleik okkar Gísla Súrsson á ensku í Tjarnarbíó og munum halda því áfram eitthvað fram í mars. Við erum einnig að æfa nýtt leikrit sem ber vinnuheitið Valhöll og er stefnt að frumsýningu í lok febrúar.
Einsog við höfum sagt áður þá hefur okkar bakland verið heima í héraði sem eru Vestifrðir allir. Baklandið hefur þó stækkað og fært sig víðar um landsbyggðina. Það þykir okkur vænt um. Okkur líður bara einsog í Valhöll það hafa eiginlega 540 hurðir opnast þegar þessi eina lokaðist um daginn.
Lífið er sannlega kómeída.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06