miðvikudagurinn 24. apríl 2013
Kaldalóns á Jörfagleði
Hin vinsæla sýning Sigvaldi Kaldalóns verður sýnd á Jörfagleði í dag, síðasta vetrardag. Sýnt verður í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ og hefst sýningin kl.20.30. Boðið verður uppá súpu og kaffi með sýningunni. Miðaverð er aðeins 3.000.- kr og 1.500.kr fyrir börn á grunnskólaaldri. Að sýningu lokinni mun leikarinn Elfar Logi fjalla um ár Sigvalda Kaldalóns í Flatey en þar bjó hann og starfaði í þrjú ár.
Leikritið um Sigvalda Kaldalóns var frumsýnt í lok febrúar á þessu ári og hefur verið sýnt oftsinnis við svo gott sem fullt hús í hvert sinn. Framundan eru svo sýningar á leiknum hér og þar um landið.
Sigvaldi Kaldalóns fjallar um ár dokorsins og tónskáldsins við Djúp. En þar dvaldi hann í rúman áratug og starfaði í einu afskekktasta og erfiðasta læknishéraði landsins í Nauteyrarhéraði. Þrátt fyrir það átti hann góðar stundir í Djúpinu þar hófst tónskáldaferill hann fyrir alvöru og á þessum tíma samdi hann ein 100 lög.
Höfundur og leikari sýningarinnar er Elfar Logi Hannesson og með honum á sviðinu er tónlistarkonan Dagný Arnalds sem sér um tónlist og söng í sýningunni.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06