mánudagurinn 24. júní 2013
Kaldalóns á Hlíf
Kómedíuleikhúsið býður íbúm á Hlíf uppá leiksýningu á þriðjudag. Það er hin vinsæli leikur Sigvaldi Kaldalóns sem verður á fjölunum. Sýningin hefst kl.15 og verður gaman að sýna á Hlíf enda móttökur þar ávallt frábærar.
Leikurinn um Sigvalda Kaldalóns var frumfluttur síðla vetrar í Hörmum Ísafirði og hlaut strax góðar viðtökur áhorfenda. Síðan þá hafa verið nokkrar sýningar og á næstunni verður farið í tvær leikferðir. Fyrst ber að nefna sýningu á hinni frábæru Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Sýnt verður föstudaginn 5. júlí í Siglufjarðarkirkju og hefst leikurinn kl.20. Skömmu síðar eða þann 14. júlí verður farið á söguslóðir verksins. Allaleið í Dalbæ á Snæfjallaströnd, þar næsta bæ eða svo frá Ármúla þar sem Sigvaldi átti heima. Leikurinn hefst kl.18 sunnudaginn 14. júlí og er miðaverð aðeins 1.900.- kr. Miðasala er þegar hafin í síma 8917025.
Ævintýrið um Sigvalda Kaldalóns er greinilega bara rétt að byrja.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06