mánudagurinn 16. desember 2013
Jólin að seljast upp
Kómedíuleikhúsið gaf út fyrir skömmu jólaljóðakverið Um jólin í samstarfi við Þórarinn Hannesson, forstöðumann Ljóðaseturs Íslands. Þórarinn er höfundur ljóðanna en Marsibil G. Kristjánsdóttir myndskreytir. Kverinu hefur verið afarvel tekið og styttist í að upplagið klárist. Það er nú ekki á hverjum degi sem ljóðabækur seljast svona hratt og vel. Kverið hefur líka fengið afskaplega góðar viðtökur enda er hér á ferðinni fjölbreytt og vönduð ljóð um jólin. Meðal ljóða í Um jólin er heljarmikill ljóðabálkur um vestfirsku jólasveinana en þeir hafa ekki sést á meðal manna í hundrað ár ef ekki meir. Þessir eiga svo ekkert rauð föt og eru lítið tengdir hinum þrettán sem við sjáum í dag. Nöfn þeirra eru og óvenjuleg einsog Bjálfansbarnið, Lækjaræsir og Reykjarsvelgur.
Höfundur ljóðanna, Þórarinn Hannesson, hefur víða komið við og lesið úr bókinni fyrir. Einnig hefur hans bróðir, Elfar Logi, verið að lesa úr jólakverinu hér vestra síðustu tvær vikur og áfram verður lesið. Það ljóð sem hefur kannski vakið mesta kátínu á þessum upplestrastundum er kvæðið Jólabaksturinn sem byrjar svo:
Mömmukökur, mömmukossar,
marengsbotnar, kókostoppar.
Kattartungukökur ljúfar
kætast allir litlir stúfar.
Ekki laust við að bragðlaukarnir taki kipp þegar nöfn þessara kræsinga eru nefnd. Jólaljóðakverið Um jólin fæst í verslunum Eymundsson um land allt, í Mál og menningu, Vestfirzku verzluninni, Hamonu á Þingeyri og loks hjá Kómedíuleikhúsinu.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06