
föstudagurinn 21. desember 2012
Jólaskemmtun KómedíuleikHússins
Núna á laugardagur býður Kómedíuleikhúsið og veitingastaðurinn Húsið Vestfirðingum öllum á jólaskemmtun. Fjörið verður á planinu flotta við Húsið sem hefur nú þegar fengið flottan jólabúning því þar eru bæði komin jólaljós og tré. Jólaskemmtun KómedíuleikHússins hefst kl.15 á laugardag. Öllum er boðið og þetta verður bara jólastuð. Hinn vinsæli jólasveinn Hurðaskellir tekur á móti gestum og kemur þeim í rétta jólaskapið. Skömmu síðar stíga vestifrsku jólasveinarnir á stokk á útisviðinu á plani Hússins. Þessir jólasveinar hafa sannarlega málað bæinn rauðann fyrir þessi jól enda eru þetta algjörir jólasveinar. Förum saman í bæinn á Ísó á morgun og skellum okkur á Jólaskemmtun KómedíuleikHússins, það kostar ekkert.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

