miðvikudagurinn 29. nóvember 2017

Jólagjöf leikarans

Jólagjöf leikarans er Einleikjasaga Íslands
Jólagjöf leikarans er Einleikjasaga Íslands

Allir fá þá eitthvað fallegt og hvað er betra en að gefa leikaranum leiklistarbók. Einleikjasaga Íslands er þá sannarlega málið alveg einstakt bókverk sem á engan sinn líkan. Kómedíuleikhúsið gaf í haust út Einleikjasögu Íslands eftir einleikarann Elfar Loga Hannesson. Bókin fæst í verslunum Eymundsson um land allt. Einnig er hægt að panta bókina hjá okkur á sérstöku tilboðsverði aðeins 3.000.- krónur og þú þarft ekki einu sinni að greiða sendingargjaldið. Við sjáum um það. Gefðu leikaranum þínum Einleikjasögu Íslands. 

 

Einleikjasagan er alveg einstök og miklu lengri en margur heldur. Sem listform hefur líklega formið ávallt verið til, eða alveg frá því að leikur taldist til lista. Sama á við um einleikjasögu Íslands, og þó hér sé sagan sögð frá 19. öldinni með hinum einstöku farandleikurum, þá er næsta víst að lelikurinn hófst mun fyrr. Án efa bara strax í landnámi þegar blessað fólkið sat í skálum sínum í skammdeginu.

Í þessu einstaka bókverki segir einleikarinn Elfar Logi Hannesson sögu einleiksins á Íslandi. Allt frá landnámi til farandleikara og loks inní sjálft leikhúsið sem hefur  verið heimavöllur einleiksins síðustu hundrað árin eða svo. Vel má segja að ritari sé á heimavelli, því síðustu tvo áratugi hefur hann fátt annað gert en að elika einn, hver svo sem ástæðan er fyrir því. Ýmsir telja það vera vegna þess að hann sé bara svona lélegur leikari.