miðvikudagurinn 17. október 2012
Íslensk ævintýri ný Þjóðleg hljóðbók
Út er komin ný Þjóðleg hljóðbók. Að þessu sinni eru það Íslensk ævintýri. Að vanda sækir útgáfan í hinn djúpa og gjöfula þjóðsagnaarf þjóðarinnar. Ævintýrin íslensku eru fjölmörg og á Íslensk ævintýri má finna rjómann af þeim bestu. Öll ævintýrin á hljóðbókinni eru úr safni meistara Jóns Árnasonar. Meðal ævintýra á þessari Þjóðlegu hljóðbók, Íslensk ævintýri, má nefna Búkolla, Sagan af Fóu feykirófu, Lokalygi, Flugan og uxinn, Koltrýnu saga og síðast en ekki síst Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir. Hljóðbókin fæst í verslunum um land allt og einnig hér á heimasíðunni. Verðið er það sama góða og þjóðlega aðeins 1.999.- kr. Íslensk ævintýri er önnur Þjóðlega hljóðbókin sem kemur út á þessu ári en alls hafa verið gefnar út tíu Þjóðlegar hljóðbækur.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06