
miðvikudagurinn 17. október 2012
Íslensk ævintýri ný Þjóðleg hljóðbók
Út er komin ný Þjóðleg hljóðbók. Að þessu sinni eru það Íslensk ævintýri. Að vanda sækir útgáfan í hinn djúpa og gjöfula þjóðsagnaarf þjóðarinnar. Ævintýrin íslensku eru fjölmörg og á Íslensk ævintýri má finna rjómann af þeim bestu. Öll ævintýrin á hljóðbókinni eru úr safni meistara Jóns Árnasonar. Meðal ævintýra á þessari Þjóðlegu hljóðbók, Íslensk ævintýri, má nefna Búkolla, Sagan af Fóu feykirófu, Lokalygi, Flugan og uxinn, Koltrýnu saga og síðast en ekki síst Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir. Hljóðbókin fæst í verslunum um land allt og einnig hér á heimasíðunni. Verðið er það sama góða og þjóðlega aðeins 1.999.- kr. Íslensk ævintýri er önnur Þjóðlega hljóðbókin sem kemur út á þessu ári en alls hafa verið gefnar út tíu Þjóðlegar hljóðbækur.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

