mánudagurinn 15. júní 2020
Iðunn og eplin á 17 júní
Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Iðunn og eplin við Byggðasafnið á Ísafirði merkisdaginn 17. júní komandi. Sýningin hefst kl.14.00 og er aðgangur ókeypis. Leikritið Iðunn og epliln var frumsýnt í Grunnskóla Flateyrar fyrr í vetur og hefur síðan verið sýnt víða í skólum. Einsog nafnið gefur til kynna er hér sótt í hinn norræna goðaheim. Heimdallur, varðmaður goða og gyðja, segir okkur sögur úr Ásgarði. Að þessu sinni er það sagan af því þegar Iðunni og gulleplum hennar var rænt. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, leikstjórn, leikmynd, brúður og grímur gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir.
Sýningin á 17. júní er liður í tvíhliðasamningi Kómedíuleikhússins við Ísafjarðarbæ.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06