þriðjudagurinn 25. desember 2012

Hljóðbókaklúbburinn þinn fær frábærar móttökur

Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í nýjasta útspil kómedíu. Enda er hér á ferðinni einstakt dæmi þar með bestu kaupunum. Hvað er hér verið að tala um? Jú, nýjan klúbb þar sem allir geta verið félagar alveg óháð aldri og stöðu. Hljóðbókaklúbburinn þinn heitir þessi nýjasti klúbbur þjóðarinnar. Síðustu árin hefur Kómedíuleikhúsið haslað sér völl með mjög góðum árangri síðustu ár. Útgáfan hefur verið byggð upp hægt og rólega og nú er óhætt að segja að króinn sem kominn með fætur. Hljóðbókin hefur verið að eignast fleiri og fleiri áðendur með hverju árinu sem líður. Enda er gott að láta lesa fyrir sig og ekki hefur tæknin verið að skemmilegja fyrir hljóðbókinni. O, nei það er hægt að hlusta á góða hljóðbók hvar sem er. Í bifreiðinni á leið í vinnu eða í fríið, í eldhúsinu við uppvaskið, í tövlunni meðan þú stemmir af heimilsbókhaldið og meira að segja á skokkinu. Hljóðbókin hentar fyrir alla hvar og hvenær sem er.

Með því að ganga í Hljóðbókaklúbbinn þinn færð þú hljóðbækur okkar á besta verði landsins. Við gefum út fjórar magnaðar og fjölbreyttar hljóðbækur út á ári. Þú færð allan pakkann á 35% afslætti og þarft aldrei að borga sendingargjaldið við sjáum um það. Auk þess færðu Hver hljóðbók er rukkuð þegar hún kemur til þín og því þarftu aldrei að greiða fyrirfram né fyrir allan árspakkann. Síðast en ekki síst fá allir félagar 50% afslátt á öllum eldri hljóðbókum okkar en við höfum gefið út tíu hljóðbækur.

Það er einfalt að skrá sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn. Sendu okkur einfaldlega tölvupóst á komedia@komedia.is og hafðu með nafn þitt og heimilsfang. Þar með ertu kominn í Hljóðbókaklúbbinn þinn. 

 

Útgáfa ársins 2013:

Febrúar:

Drakúla Makt myrkranna. Hin eina sanna saga eftir Bram Stoker.

Maí:

Skrímslasögur. Úrval skrímslasagna úr þjóðsagnasafni Íslands.

Septemer:

Piltur og stúlka. Eftir Jón Thoroddsen álitin vera fyrsta skáldsaga Íslands.

Nóvember:

Álfa- og jólasögur. Úrval sagna úr þjóðsagnasafni Íslands.