föstudagurinn 14. júní 2013
Hljóðbók í ferðalagið
Sumarið er tíminn, einsog söngvaskáldið söng hér áður og fyrrum, meira annars hve algengt er að vitna í skáld í skrifum. Já nú eru margir á ferð og flugi enda veðrið til þess sól og sumar og bara gaman. Það er löngu vitað að einn skemmtilegasti ferðafélaginn er hljóðbókin. Fátt er betra en að hlýða á góða sögu meðan ekið eða ferðast er um okkar fallega land. Hvað þá þegar um er að ræða okkar þjóðlega fróðleik og gullnámu gömlu góðu þjóðsögurnar. Kómedíuleikhúsið hefur gefið út tíu Þjóðlegar hljóðbækur sem allar innihalda mangaðar þjóðsögur. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást hér á heimasíðunn og einnig á útsölustöðum um land allt.
Taktu ferðalagið alla leið og hafðu með þér Þjóðlega hljóðbók í ferðalagið.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06