þriðjudagurinn 4. mars 2014
Halla nýtt barnaleikrit
Undirbúningur fyrir fyrstu frumsýningu ársins er hafin. Að vanda sækjum við í hinn vestfirska sagnabrunn í efnisvali. Vestfirska skáldið Steinn Steinarr hefur verið Kómedíuleikhúsinu hugleikinn áður hafa verið settar upp tvær Steins sýningar. Fyrst einleikurinn Steinn Steinarr og svo tvíleikurinn Búlúlala - Öldin hans Steins. Allt er þegar þrennt er. Nýjasta leikverk okkar er barnaleikritið Halla sem er byggt á samnefndri ljóðabók eftir Stein Steinarr.
Barnaleikritið Halla verður frumsýnt laugardaginn 12. apríl í sal Listasafnsins á Ísafirði. Einnig verða tvær sýningar um pásakana á Ísafirði laugardaginn 19. apríl kl.16.30 og kl.17.30. Sýningarnar eru í samstarfi við Safnahúsið á Ísafirði.
Dansarinn Henna-Riikka Nurmi er í hlutverki Höllu en afa hennar leikur Elfar Logi Hannesson. Þau eru einnig höfundar leikgerðar ljóðasögunnar um Höllu. Tónlist semur Guðmundur Hjaltason og Marsibil G. Kristjánsdóttir gerir leikmynd, búninga og annast leikstjórn.
Barnaleikritið Halla verður einnig sýnt á höfuðborgarsvæðinu í apríl. Sýnt verður í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði helgina 26. og 27. apríl.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06