fimmtudagurinn 3. apríl 2014
Halla fær frítt á Höllu
Æfingar standa nú yfir á nýju íslensku barnaleikriti Halla. Leikurinn er byggður á samnefndri ljóðabók eftir vestfirska skáldið Stein Steinarr. Leikgerð, leikur og dans er í höndum og fótum Elfars Loga Hannessonar og Hennu-Riikku Nurmi. Frumsýnt verður laugardaginn 12. apríl í sal Listasafnsins í Safnahúsinu Ísafirði.
Allar stúlkur sem heita Halla fá frítt inná sýninguna. Skiptir engu hver aldurinn er gildir fyrir allar Höllur þjóðarinnar. Já, nú kemur sér vel að heita Halla.
Barnaleikritið Halla verður einnig sýnd um páskana á Safnahúsinu Ísafirði. Tvær sýningar verða laugardaginn 19. apríl. Sú fyrri hefst kl.16.30 og sú seinni klukkutíma síðar. Miðasala á allar sýningar er hafin í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06