
þriðjudagurinn 7. apríl 2015
Grettir og Einar Kára aftur á Selfossi
Fyrr í vetur var haldin sérstakt Grettiskveld í Fischersetrinu á Selfossi með miklum bravúr. Einar Kárason, rithöfundur, flutti erindi um Gretti og Kómedíuleikhúsið sýndi einleikinn sinn um kappann. Á næstu helgi á að endurtaka leikinn. Sýnt verður bæði laugardag 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl í Fischersetrinu Selfossi. Húsið opnar 19.30 en leikur hefst kl.20. Miðaverð er aðeins 3.500.- kr og rennur allur ágóði til Fischerseturs. Miðsölusími er 894 1275.
Meðfylgjandi eru tvær myndir sem teknar voru á síðsutu Grettisstund.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

