
föstudagurinn 13. febrúar 2015
Grettir á Selfossi
Sérstök Grettisstund verður haldin í Fischersetrinu á Selfossi helgina 21. og 22. febrúar. Skáldið Einar Kárason verður með fyrirlestur um Gretti og að honum loknum sýnir Kómedíuleikhúsið einleikinn Gretti. Sýnining verður í Fischersetrinu Austuvegi 21. Sýnt verður bæði laugardag 21. febrúar og sunnudag 22. febrúar kl.20 báða dagana. Miðasala stendur yfir í síma 894 1275.
Einleikurinn Grettir var frumsýndur í síðasta mánuði. Einsog marg oft hefur komið fram var stundin sú sérstök því sýnt var í Minnsta óperuhúsi heims í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi. Síðan þá hefur Grettir verið sýndur fyrir æskuna bæði á Ísafirði og Þingeyri. Fleiri sýningar á Gretti verða á næstu misserum og ekki má gleyma því að við erum að fara með sýninguna alla leið til Kanada í október á þessu ári.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

