þriðjudagurinn 25. desember 2018
Gleðilega hátíð
Kómediuleikhúsið sendir velunnurum sínum, styrktaraðilum og áhorfendum um land allt kómískar jólakveðjur. Við erum spennt fyrir komandi ári sem við viljum mjög gjarnan deila með ykkur öllum. Margt kómískt verður á okkar fjölunum á komandi ári:
Gísli Súrsson sýndur á ensku í Tjarnarbíó Reykjavík
Frumsýning á nýju alíslensku leikriti Valhöll
Sýningar á Sigvalda Kaldalóns halda áfram
Sögulegi einleikurinn EG sýndur bæði í Reykjavík og Bolungavík
Listamaðurinn með barnshjartað sýndur í kirkju Samúels í Selárdal
Sjáumst hress og kát á komandi ári í leikhúsinu þínu. Vegni ykkur allt að sólu.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06