
laugardagurinn 16. ágúst 2014
Gísli kemst bara ekki í súrinn
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið sýndur sleitulaust síðan í lok febrúar 2005 bæði hér heima og erlendis. Sýningar nálgast 300 og til stóð að setja sýninguna endanlega í súr 20. ágúst næstkomandi en þá verða einmitt tvær sýningar á leiknum. En við erum ekki vön því að segja nei í Kómedíuleikhúsinu og því höfum við bætt við nokkrum sýningum bæði í september og október. Það er bara þannig að það eru forréttindi að fá að sýna íslenskt leikverk svona oft og ef eftirspurnin er enn til staðar. Nú þá bara höldum við áfram. Svo einsog staðan er núna þá er loka sýning á Gísla Súrssyni 22. október á Gíslastöðum í Haukadal. Ef einhver pantar eftir það nú þá bara geymir Gísli sína súrlegu um stund.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

