miðvikudagurinn 10. maí 2017
Gísli aftur í Þjóðleikhúsið
Gísli á Uppsölum hefur sannarlega slegið í gegn hjá landanum og hefur nú þegar verið sýndur yfir 50 sinnum um land allt. Í vetur var leikurinn sýndur 14 sinnum í Þjóðleikhúsinu og var hætt fyrir fullu húsi. Svo nú er Gísli mættur aftur í Þjóðleikhúsið og verða fjórar aukasýningar núna í maí. Miðasala á allar sýningar er löngu hafin og gengur mjög vel. Miðasala fer fram á www.tix.is einnig er hægt að panta í miðasölusíma Þjóðleikhússins.
Miðasölusími: 551 1200.
Aukasýningarnar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu í maí:
15. sýning lau. 13. maí kl.17.00
16. sýning sun. 14. maí kl.17.00
17. sýning lau. 20. maí kl.17.00
18. sýning sun. 21. maí kl.17.00
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06