þriðjudagurinn 13. mars 2018
Gísli á Uppsölum snýr aftur á Skírdag
Sýningum á hinum vinsæla og áhrifamikla leik Gísli á Uppsölum er hvergi nærri lokið. Á páskum hefjast leikar að nýju með sýningu á Þingeyri á Skírdag, fimmtudaginn 29. mars. Sýnt verður í Félagsheimilinu kl.20. Miðasala er þegar komin í blússandi gang og fer fram á www.tix.is. Einnig er hægt að bjalla í miðasölusímann 891 7025.
Sýningin á Gísla á Uppsölum á Skírdag á Þingeyri er sú 78. Engum datt það í hug að leikurinn mundi fara svo víða sem raun hefur orðið og fátt annað að gjöra en að halda áfram og stefna allavega í þriggja stafa sýningartöluna. Skírdagssýningin markar einmitt upphaf af endurkomu Gísla á Uppsölum á senunni. Þegar eru tvær sýningar bókaðar í apríl sunnan lands og er nú þegar uppselt á aðra þeirra. Einnig er stefnan tekin á leikferð austur og er það í annan gang sem Gísli fer á austurlandið.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06