laugardagurinn 10. desember 2016
Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu
Hin vinsæla og áhrifamikla sýning Gísli á Uppsölum verður sýnd í Þjóðleikhúsinu í janúar. Fyrsta sýning í Þjóðleikhúsinu verður föstudaginn 13. janúar og eru aðeins örfá sæti laus á þá sýningu. Önnur sýning verður sunnudaginn 15. janúar kl.14. Miðasala á báðar sýningarnar fer fram á www.tix.is
Sýningin um Gísla á Uppsölum hefur fengið frábærar viðtökur og var nú síðast á uppseldri senu á Selfossi. Leikurinn hefur nú þegar verið sýndur um 20 sinnum hér og þar um landið. Frumsýnt var á söguslóðum í Selárdal í lok september. Eftir það hefur leikurinn m.a. verið sýndur á Þingeyri, Hvammstanga, Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri og Bolungarvik.
Áhorfendur hafa orðið og hafa þeir m.a. þetta hér að segja um leiksýninguna Gísli á Uppsölum:
,,Stórkostlegt í einu orði sagt."
,,Þessi sýning kom við allan tilfinningaskalann."
,,Mæli hiklaust með sýningunni sem er allt frá því að vera afar sorgleg uppí bráðskemmtileg."
,,Fór á alveg brilljant leiksýningu áðan. Það var einleikurinn Gísli á Uppsölum sem um ræðir og mæli ég eindregið með henni!"
,,Það er ekki heiglum hent að túlka líf manns einsog Gísla, þannig að hvorki gæti háðs né harms úr hófi fram. En þetta tókst Elfari Loga með miklum ágætum."
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06